Íslenski boltinn

1. deildin: Gaui Þórðar nálgast Pepsi-deildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tomi Ameobi skoraði enn eitt markið fyrir Djúpmenn í kvöld.
Tomi Ameobi skoraði enn eitt markið fyrir Djúpmenn í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
BÍ/Bolungarvík vann í kvöld góðan sigur á Leikni á heimavelli en á sama tíma tapaði Selfoss fyrir Þrótturum. Báðir leikir fóru 1-0. HK er enn án sigurs í deildinni.

Fimm leikir fóru fram í deildinni í kvöld og eins og Vísir hefur fjallað um komst ÍA upp í efstu deild með því að gera 1-1 jafntefli við ÍR.

Selfoss er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig en er nú aðeins með fjögurra stiga forystu á Djúpmenn sem leika undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Forskot Selfyssinga á næstu lið hefur því minnkað talsvert á undanförnum vikum en liðið hefur aðeins unnið einn leik af síðustu fjórum.

Oddur Björnsson skoraði sigurmark Þróttar á Selfossi en Tomi Ameobi skoraði mark BÍ/Bolungarvíkur gegn Leikni.

Haukar gerðu markalaust jafntefli við Gróttu en HK er enn án sigurs í deildinni eftir 3-0 tap fyrir Víkingi á Ólafsvík í kvöld. HK er í langneðsta sæti deildarinnar með sex stig.

Úrslit kvöldsins:

ÍR - ÍA 1-1

1-0 Árni Freyr Guðnason (28.), 1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (53.).

Víkingur Ó. - HK 3-0

Artjoms Goncars 2, Matarr Jobe 1.

Selfoss - Þróttur 0-1

Oddur Björnsson.

BÍ/Bolungarvík - Leiknir 1-0

1-0 Tomi Ameobi, víti (42.).

Haukar - Grótta 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×