Enski boltinn

Arsenal búið að selja Emmanuel Eboué til Galatasaray

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Eboué í leik með Arsenal á móti Liverpool.
Emmanuel Eboué í leik með Arsenal á móti Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal og tyrkneska félagið Galatasaray hafa náð samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á Fílabeinsstrendingnum Emmanuel Eboué. Arsenal tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag en það er talið að Tyrkirnir borgi um 3,5 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Emmanuel Eboué er 28 ára gamall og getur bæði spilað sem bakvörður sem og inn á miðjunni. Það var búist við að hann myndi yfirgefa Arsenal í sumar en hann fékk lítið að spila og fékk ekki einu sinni númer á þessu tímabili.

Emmanuel Eboué kom til Arsenal frá belgíska liðinu Beveren árið 2005 en hann hefur alls spilað 214 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á þessum sex árum. Eboué náði þó ekki að vinna neinn titil með Arsenal.

Eboué er ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Arsenal í dag því það var líka tilkynnt um það að Carlos Vela verði lánaður til spænska liðsins Real Sociedad á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×