Fótbolti

Réttað yfir Brandao vegna nauðgunarákæru

Brandao í leik með Cruzeiro.
Brandao í leik með Cruzeiro.
Brasilíski framherjinn Brandao kom fyrir rétt í Marseille í dag en þá hófust réttarhöld yfir honum vegna nauðgunarákæru.

Þessi 31 árs gamli framherji Marseille var lánaður til Cruzeiro í heimalandinu eftir ákæruna. Hann mun ekki spila aftur fyrir Marseille þar til málið hefur verið til lykta leitt.

Lögmenn hans gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem leikmaðurinn ítrekar að hann sé saklaus.

Hann hefur þess utan óskað eftir því að fá að hitta stúlkuna sem hann segir að hafi viljað sofa hjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×