Enski boltinn

Downing hefur trú á Carroll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Stewart Downing, leikmaður Liverpool, telur að markið sem Andy Carroll skoraði gegn Everton um helgina gæti komið honum almennilega í gang. Þetta var fyrsta mark Carroll á leiktíðinni.

„Andy er byrjaður að skora,“ sagði Downing eftir 2-0 sigur Liverpool á Everton í gær. „Hann hefur samt verið að spila vel og gert hluti á vellinum sem hafa reynst öðrum leikmönnum vel. Markið er bara bónus og það er sérstaklega sætt fyrir hann að hann hafi skorað í þessum leik.“

„Andy er frábær framherji og ég er viss um að hann muni nota markið til að hvetja sig enn frekar áfram. Þetta var afar mikilvægt mark og sigurinn var sömuleiðis afar mikilvægur fyrir okkur.“

Carroll var keyptur fyrir 35 milljónir punda á síðustu leiktíð og er dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi. Hann skoraði þó aðeins tvö mörk fyrir Liverpool eftir að hann kom til liðsins í lok janúar. Carroll átti þó við meiðsli að stríða og kom aðeins við sögu í sjö leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×