Amanda Knox sýknuð 3. október 2011 19:51 Amanda Knox Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. Þegar hún kom fyrir dómara var hún föl og greinilega mjög kvíðin. Þegar dómari tjáði henni svo að hún yrði sýknuð brast hún í grát og faðmaði verjanda sinn. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund í dómsalnum. Hún verður látin laus úr haldi eftir tvo klukkutíma og mun þá snúa heim til Bandaríkjanna. Hún hefur beðið í allan dag eftir niðurstöðunni. Í morgun barðist hún við að halda tárunum í skefjum þegar hún ávarpaði réttinn á lýtalausri ítölsku í, rétt áður en dómstóllinn tók sér hlé til að ákvarða hvort hún og fyrrverandi elskhugi hennar, Raffaele Sollecito, væru sek um morðið á bresku skólastúlkunni Meredith Kercher. Knox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og það gerði hún einnig í morgun. Í morgun sagðist hún bæði hafa misst vin og alla trú á ítölsku lögreglunni og að henni hafi verið refsað í fjögur ár fyrir eitthvað sem hún gerði ekki. Það sem vó þyngst í þessu máli er að ný gögn litu dagsins ljós, en sérfræðingar voru kallaðir til í því skyni að leggja mat á rannsókn ítölsku lögreglunnar á morðinu. Lögfræðingur Knox benti meðal annars á að skítugir hanskar voru notaðir til að safna sönnunargögnum. Áfrýjunardómstóllinn kvað upp úrskurðinn sinn núna í kvöld. Knox og Sollecito eiga rétt á skaðabótum frá ítalska ríkinu upp á allt að 80 milljónir íslenskra króna. Mál Knox hefur vakið heimsathygli en sjónvarpsmynd, sem byggð er á sögu hennar, hefur þegar verið gefin út. Amanda Knox Ítalía Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. Þegar hún kom fyrir dómara var hún föl og greinilega mjög kvíðin. Þegar dómari tjáði henni svo að hún yrði sýknuð brast hún í grát og faðmaði verjanda sinn. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund í dómsalnum. Hún verður látin laus úr haldi eftir tvo klukkutíma og mun þá snúa heim til Bandaríkjanna. Hún hefur beðið í allan dag eftir niðurstöðunni. Í morgun barðist hún við að halda tárunum í skefjum þegar hún ávarpaði réttinn á lýtalausri ítölsku í, rétt áður en dómstóllinn tók sér hlé til að ákvarða hvort hún og fyrrverandi elskhugi hennar, Raffaele Sollecito, væru sek um morðið á bresku skólastúlkunni Meredith Kercher. Knox hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og það gerði hún einnig í morgun. Í morgun sagðist hún bæði hafa misst vin og alla trú á ítölsku lögreglunni og að henni hafi verið refsað í fjögur ár fyrir eitthvað sem hún gerði ekki. Það sem vó þyngst í þessu máli er að ný gögn litu dagsins ljós, en sérfræðingar voru kallaðir til í því skyni að leggja mat á rannsókn ítölsku lögreglunnar á morðinu. Lögfræðingur Knox benti meðal annars á að skítugir hanskar voru notaðir til að safna sönnunargögnum. Áfrýjunardómstóllinn kvað upp úrskurðinn sinn núna í kvöld. Knox og Sollecito eiga rétt á skaðabótum frá ítalska ríkinu upp á allt að 80 milljónir íslenskra króna. Mál Knox hefur vakið heimsathygli en sjónvarpsmynd, sem byggð er á sögu hennar, hefur þegar verið gefin út.
Amanda Knox Ítalía Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira