Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2011 16:52 Willum hefur stýrt sínum síðasta leik í Keflavík. "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn