Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2011 16:52 Willum hefur stýrt sínum síðasta leik í Keflavík. "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15