Enski boltinn

Heiðar er vongóður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ekkert liggur enn fyrir um framtíð Heiðars Helgusonar hjá QPR sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum. Samningur Heiðars við félagið rennur út í sumar.

„Það er ekkert í hendi enn,“ sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið. „Það hafa einhverjar viðræður átt sér stað en það er svo mikið í gangi hjá félaginu þessa dagana. Ég er bara einhvers staðar í röðinni.“

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að eigendur QPR staðfestu á dögunum að Neil Warnock yrði áfram knattspyrnustjóri liðsins. „Hann vill halda mér. Ég er því frekar vongóður en verð rólegur þar til ég skrifa undir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×