Enski boltinn

Ancelotti varar við miklum breytingum á leikmannahópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það væru mistök að gera miklar breytingar á leikmananhópi liðsins nú í sumar.

John Terry, fyrirliði liðsins, steig fram á dögunum og sagði að styrkja þyrfti liðið á öllum svæðum vallarins í sumar.

Sjálfur er óvíst hvort að Ancelotti verði áfram knattspyrnustjóri Chelsea á næsta tímabili og þá hvort að hann muni hafa yfirumsjón með leikmannamálum liðsins í sumar.

„Það er hættulegt að gera miklar breytingar á leikmannahópnum,“ sagði Ancelotti við enska fjölmiðla. „Hópurinn er mjög góður eins og hann er. Við fengum tvo leikmenn í janúar sem eiga eftir að verða betri á næsta tímabili.“

„Menn þurfa því að halda ró sinni þegar þeir gagnrýna tímabilið okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×