Enski boltinn

Pardew: Tiote verður í fýlu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, á fastlega von á því að Cheick Tiote muni ekki spila í síðustu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu. Liðið mætir Chelsea í dag.

Tiote hefur fékk sína fjórtándu áminningu á tímabilinu er Newcastle mætti Birmingham um síðustu helgi.

Hann hefur þegar misst af sex leikjum á tímabilinu og verður aftur dæmdur í bann ef fimmtánda spjaldið kemur fyrir lok tímabilsins. Það myndi einnig þýða að hann myndi taka bannið með sér yfir á næsta tímabil.

„Hann vill spila. Hann er ekki ánægður og verður örugglega í fýlu,“ sagði Pardew við enska fjölmiðla.

„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir mig. Ég elska drenginn og vill að hann spili. Ég bara hef ekki efni á því að missa hann í tvo leiki á næsta tímabili.“

Tiote hefur þrátt fyrir allt átt fínu gengi að fagna á sínu fyrsta tímabili í ensku úravlsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×