Enski boltinn

Liðsfélagar slógust um vítaspyrnu og fengu báðir rautt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Moses Ashikodi.
Moses Ashikodi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það voru fleiri en Carlos Tevez og Edin Dzeko sem hneyksluðu menn í gærkvöldi því það sauð upp úr milli tveggja samherja í Kettering Town sem var þá að mæta Hayes & Yeading United í National Conferance deildinni sem er fimmta hæsta deildin í enska boltanum.

Hayes & Yeading United var 5-2 yfir þegar Kettering Town fékk vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok. Moses Ashikodi ætlaði að taka spyrnuna en varamaðurinn Jean-Paul Marna var ekki sáttur við það og heimtaði að fá að taka vítið. Á endanum kom Sol Davis, fyrirliði liðsins, og lét Ashikodi fá boltann.

Ashikodi klikkaði hinsvegar á vítinu og nokkrum mínútum síðar minnkaði Jean-Paul Marna muninn í 5-3. Það varð síðan allt vitlaust á milli þeirra Marna og Ashikodi þegar þeim lenti saman í miðjuhringnum þegar leikurinn átti að hefjast á ný. Þeir fóru að slást sem endaði með að dómarinn rak þá báða út af vellinum með rautt spjald.

Kettering Town fordæmdi hegðun leikmanna sinn inn á heimasíðu félagsins en það er ljóst að liðið verður án framherjanna tveggja á næstunni ef þá að þeir geti nokkurn tímann spilað aftur í sama liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×