Enski boltinn

Tottenham fór upp fyrir Liverpool - Van der Vaart með tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Van Der Vaart.
Rafael Van Der Vaart. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 útisigri á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tottenham fór upp fyrir Liverpool og í 5. sætið með þessum sigri sem var sá fimmti hjá liðinu í síðustu sex deildarleikjum. Blackburn er aftur á móti í botnsætinu enda aðeins búið að ná í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum.

Rafael van der Vaart er nú búinn að skora í fjórum deildarleikjum Tottenham í röð og alls fimm mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Rafael van der Vaart kom Tottenham í 1-0 strax á 15. mínútu eftir frábært upphlaup og sendingu bakvarðarins Kyle Walker.

Mauro Formica jafnaði metin á 27. mínútu eftir að Christopher Samba skallaði fyrirgjöf Norðmannsins Morten Gamst Pedersen fyrir fætur hans.

Rafael van der Vaart tryggði Tottenham hinsvegar sigurinn með laglegu langskoti á 53. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Benoit Assou-Ekotto.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×