Enski boltinn

Mancini: Mario Balotelli getur orðið einn sá besti í heimi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, tjáði sig um Mario Balotelli sem skoraði tvö mörk og fiskaði eitt rautt spjald í 6-1 stórsigri City-liðsins á Old Trafford í dag. Balotelli komst í fréttirnar í aðdraganda leiksins þegar kviknaði í heima hjá honum eftir að menn voru þar að leika sér að því að skjóta flugeldum út um baðherbergisgluggann.

„Ég vona fyrir hans hönd að sjá dagur komi að Mario breyti hugsunarhætti sínum og átti sig á því að hann orðið einn af þeim bestu í heimi. Hann getur þá komist í hóp með mönnum eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo," sagði Roberto Mancini.

„Stuðningsmennirnir elska Mario af því að hann er geðveikur en ég elska hann fyrir þann mann sem hann hefur að geyma. Ég veit ekki hvað gerðist þegar kviknaði í heima hjá honum en aðalatriðið var að Mario og vinir hans meiddust ekki," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×