Fótbolti

AZ Alkmaar enn á toppnum í Hollandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jan Vertonghen skoraði eina mark Ajax í dag.
Jan Vertonghen skoraði eina mark Ajax í dag. Mynd. / Getty Images
Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í dag en Ajax og Feyenoord gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar.

Stefan de Vrij kom Feyenoord yfir eftir klukkustunda leik, en það tók heimamenn í Ajax aðeins nokkrar mínútur að jafna metin þegar Jan Vertonghen skoraði.

AZ Alkmaar sigraði Roda 1-0 á heimavelli. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ í leiknum, en var tekinn af velli í síðari hálfleik. Rasmus Elm skoraði eina mark leiksins.

Groningen og Twente gerðu síðan 1-1 jafntefli á heimavelli Groningen.

AZ Alkmaar er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 25 stig, fjórum stigum á undan PSV og Twente. Feyenoord er í fjórða sæti með 18 stig og Ajax er í því sjötta með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×