Enski boltinn

Mancini til í að grafa stríðsöxina við Tevez

Pressan er nú á Tevez.
Pressan er nú á Tevez.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, er til í að binda enda á leiðindamálið með Carlos Tevez. Ef leikmaðurinn biðji leikmannahópinnn og Mancini afsökunar verði honum fyrirgefið.

Það er allt búið að vera upp í háaloft síðan Tevez neitaði að koma inn á, eða hita upp, í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Þá sagði Mancini að Tevez myndi aldrei spila aftur fyrir félagið á meðan hann stýrði því.

Mancini ætlar að vera stærri maðurinn í málinu og hefur rétt út sáttahönd. Það er nú spurning hvað Tevez gerir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×