Enski boltinn

Redknapp yrði ánægður með fimmta sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að hann myndi fagna fimmta sætinu í ensku úrvalsdeildinni ef liðinu tekst að tryggja það í lokaumferðinni um næstu helgi.

Tottenham vann í gær 2-0 sigur á Liverpool og náði þar með fimmta sætinu af síðarnefnda liðinu. Liðið á ekki möguleika á að blanda sér í hóp efstu fjögurra liðanna og öðlast þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liðið myndi í staðinn spila í Evrópudeild UEFA.

„Við viljum enda tímabilið eins ofarlega og mögulegt er,“ sagði Redknapp eftir leikinn í gær. „Við viljum enda í fimmta sæti og það væri frábært ef okkur tækist það.“

„Tímabilið okkar hefur verið frábært. Okkur gekk mjög vel í Meistaradeildinni og fimmta sætið væri mikið afrek fyrir strákana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×