Umfjöllun: Engin framför andlausra Víkinga Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 24. júlí 2011 16:00 "Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
"Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór. Þetta voru sanngörn úrslit en þjálfari Víkinga, Bjarnólfur Lárusson, á erfitt verkefni fyrir höndum. Flott jakkaföt hans voru hápunktur dagins fyrir gestina. Andleysi Víkinga var algjört alveg frá fyrstu mínútu. Það var ótrúlegt að sjá liðið, með nýjan þjálfara í brúnni, berjast ekki almennilega. Menn höfðu of lítinn áhuga á að sýna sig fyrir nýja þjálfaranum. Þórsarar börðust grimmilega og uppskáru sanngjarna forystu eftir rúmar tíu mínútur. Eftir sendingu frá vinstri kanti skölluðu Víkingar frá. Sá skalli var ömurlegur, beint út á miðja vítateislínuna þar sem Ármann Pétur kom aðvífandi og skallaði boltann í netið af löngu færi. Magnús Þormar fór út í fyrirgjöfina og misreiknaði sig illa. Þórsarar voru á tánum en Víkingar heillum horfnir. Allir varamenn liðsins voru sendir til að hita upp eftir aðeins 20 mínútur og Tómas Ingi aðstoðarþjálfari sá nóg úr stúkunni eftir 25 mínútur og fór með langan lista af minnispunktum niður á varamannabekkinn. David Disztl skoraði tvö mörk með stuttu millibili og Þórsarar leiddu 3-0 í hálfleik. Fyrst skoraði hann með fínum skalla og svo með góðu skoti eftir slæm varnarmistök. Engar breytingar voru gerðar á liði Víkings í hálfleik, sem var athyglisvert miðað við hversu lélegt liðið var. Víkingar minnkuðu þó muninn í upphafi hálfleiksins. Ingi Freyr missti boltann illa á miðjunni, Víkingar brunuðu upp og Viktor Jónsson skoraði fínt mark úr teignum. Víkingar héldu eflaust að þetta mark myndi blása lífi í sína menn, en nei. Þórsarar skoruðu aftur, Sveinn Elías af stuttu færi eftir horn, og lítið breyttist hjá Víkingum. Markið drap nánast leikinn. Þórsarar skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og niðurlægðu Víkinga algjörlega. Clark Keltie skoraði úr víti sem Sigurður Marínó fiskaði og hann sendi svo fyrir á Ragnar Hauksson sem skoraði fínt mark af fjærstönginni. Þór er nú sjö stigum á undan Víkingum sem eru þar með skildir eftir á botninum, með Fram. Framundan er erfið barátta nýs þjálfara við leikmannahóp sem virðist ekkert vita hvað hann á að gera. Sannarlega ærið verkefni. Þórsarar litu vel út og með svona frammistöðum eru þeir ekki að fara neitt nema upp í töflunni.Þór 6-1 Víkingur 1-0 Ármann Pétur Ævarsson (11.) 2-0 David Disztl (36.) 2-0 David Disztl (38.) 3-1 Viktor Jónson (46.) 4-1 Sveinn Elías Jónsson (53.) 5-1 Clark Keltie (90.+3) 6-1 Ragnar Hauksson (90.+4)Áhorfendur: ÓuppgefiðDómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 7Skot (á mark): 12–3 (7-1)Varin skot: Srjdan 0 – 3 MagnúsHorn: 7-3Aukaspyrnur fengnar: 14-10Rangstöður: 5-4 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira