Enski boltinn

Sir Alex Ferguson fagnar 25 ára starfsafmæli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex stýrir hér æfingu Manchester United í vikunni.
Sir Alex stýrir hér æfingu Manchester United í vikunni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fagnar í dag þeim áfanga að hafa verið í aldarfjórðung í starfi hjá félaginu. Á þeim tíma hefur hann náð ótrúlegum árangri og unnið allt sem hægt er að vinna í knattspyrnuheiminum.

Ferguson er án efa einn allra sigursælasti knattspyrnuþjálfari sögunnar en undir hans stjórn hefur Manchester United einu sinni endað neðar en í 2. sæti (3. sæti 2001-2002) síðan 1991 en hápunkturinn kom þegar liðið varð þrefaldur meistari árið 1999 eftir ótrúlegan 2-1 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Þetta hefur verið ótrúlegur kafli í mínu lífi," sagði Ferguson við enska fjölmiðla. „Maður átti ekki von á því að þetta myndi endast svona lengi og það er í raun ævintýri líkast. Ég kann svo sannarlega að meta það."

Hann hrósaði þeim fjölda leikmanna sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina. „Ég hef verið afar lánsamur að hafa fengið að vinna með sumum af bestu leikmönnum sögunnar. Þegar ég hugsa um þá geri ég mér grein fyrir hversu heppinn ég hef verið."

Ferguson verður sjötugur um áramótin en er ekki að hugsa um að hætta. „Ég mun halda áfram svo lengi sem heilsan leyfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×