Enski boltinn

Sunderland klúðraði góðri stöðu og tapaði fyrir Wolves

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Wolves vann 2-1 sigur á Sunderland í seinni leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum leit út fyrir að Sebastian Larsson væri að fara að tryggja Sunderland liðinu 2-0 sigur. Steven Fletcher tryggði Wolves 2-1 sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Sebastian Larsson fiskaði víti á 71. mínútu en Wayne Hennessey varði frá honum vítið og Steven Fletcher jafnaði leikinn í næstu sókn. Steven Fletcher skoraði síðan sigurmark Úlfanna níu mínútum fyrir leikslok en það var spurning um hendi á Jamie O'Hara í aðdraganda marksins.

Kieran Richardson kom Sunderland í 1-0 á 52. mínútu leiksins eftir frábæra skyndisókn og stórglæsilegt skot upp í þaknetið. Nítján mínútum síðar fékk Larsson síðan frábært tækifæri til að gulltryggja sigurinn en Úlfarnir voru búnir að jafna metin aðeins 25 sekúndum efrir að Larsson lét verja frá sér víti.

Þetta var var aðeins annar sigur Wolves í síðustu tólf leikjum en liðið komst upp í fimmtánda sætið með þessum góða sigri.

Martin O´Neill skrifaði undir þriggja ára samning við Sunderland í gær og hans bíður krefjandi verkefni. Sunderland hefur nú leikið fimm leiki í röð án þess að vinna og hefur aðeins unnið 2 af 14 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×