Enski boltinn

Bellamy í byrjunarliðinu hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Craig Bellamy.
Craig Bellamy. Mynd/Nordic Photos/Getty
Craig Bellamy kemur inn í byrjunarliðið hjá Liverpool fyrir leikinn á móti Norwich í kvöldleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, gerir tvær breytingar á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við Manchester United.

Bellamy er í fremstu víglínu ásamt þeim Luis Suarez og Dirk Kuyt. Glen Johnson kemur líka inn í byrjunarliðið og Steven Gerrard er áfram í liðinu hans Kenny Dalglish en Lucas er í leikbanni í dag. Dirk Kuyt spilar sinn 250. leik fyrir Liverpool í dag.

Paul Lambert, stjóri Norwich, stillir upp sama liði og vann 3-1 sigur á Swansea í síðasta leik.



Byrjunarliðin á Anfield í dag:

Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Jose Enrique, Kuyt, Gerrard, Adam, Downing, Suarez, Bellamy.

Varamenn: Doni, Agger, Carroll, Maxi, Henderson, Spearing, Flanagan.



Norwich: Ruddy, Naughton, Barnett, Russell Martin, Tierney, Bennett, Fox, Johnson, Pilkington, Hoolahan, Morison.

Varamenn: Rudd, Crofts, Holt, Jackson, Surman, Wilbraham, De Laet.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×