Enski boltinn

Radosav Petrovic gengur til liðs við Blackburn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Radosav Petrovic fagnar 1-0 sigrinum á Þýskalandi á HM 2010 í Suður-Afríku.
Radosav Petrovic fagnar 1-0 sigrinum á Þýskalandi á HM 2010 í Suður-Afríku. Nordic Photos/AFP
Blackburn Rovers hefur gengið frá kaupum á Serbanum Radosav Petrovic frá Partizan í Belgrad. Miðjumaðurinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Blackburn en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Petrovic, sem er 22 ára, hefur spilað 19 landsleiki fyrir Serbíu.

Mörg félög í Evrópu voru á eftir honum og þetta eru risakaup fyrir okkur, sagði Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn. Petrovic er um þessar mundir með landsliði sínu í Rússlandi. Serbar mæta Rússum í vináttuleik í Moskvu annað kvöld.

„Ferill hans talar sínu máli og hann er sú tegund af leikmanni sem við höfum verið á höttunum eftir,“ sagði Kean.

Petrovic er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Blackburn í sumar. Nýverið gekk Skotinn David Goodwillie til liðs við Blackburn frá Dundee United. Þá var Írinn Keith Andrews lánaður til Ipswich fyrr í dag.

Blackburn mætir Wolves á heimavelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×