Hróarskelda velur íslenskt hugvit til að fanga stemmninguna Valur Grettisson skrifar 14. júní 2011 15:25 Skjámynd af Liveproject.is „Við erum rosa ánægðir með þetta og vonum bara að þetta verði vinsælt," segir hönnuðurinn Hörður Kristbjörnsson, en hann, ásamt félögum sínum, halda úti myndavefnum liveproject.is. Þeir gerðu nýlega samning við Hróarskelduhátíðina um að birta myndir og myndbönd frá hátíðinni. Á hverju ári mæta hátt í hundrað þúsund gestir á Hróarskeldu sem er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vefinn með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum og vefurinn birtir efnið samstundis. Vefurinn var í raun stofnaður á síðasta ári og er í ætt við Youtube. Munurinn er þó töluverður eins og sjá má ef farið er inn á vefinn. Að auki er markmið vefjarins eingöngu að sýna frá ákveðnum viðburðum. „Það geta allir sent myndbönd inn á vefinn. Þannig endurspeglar hann stemmninguna á hátíðinni," segir Hörður um samstarfið við hátíðina. Áður hefur vefurinn sýnt frá viðburðum eins og Airwaves og tískuhátíðinni í Reykjavík. Síðast sýndu þeir frá snjóbrettamóti á Akureyri.Hörður Kristbjörnsson.Samstarfið við Hróarskeldu er gríðarlega verðmætt enda tug þúsundir manna á hátíðinni og má búast við öðrum eins fjölda heimsókna á heimasíðuna á meðan hátíðinni stendur. Því er um ómetanlega fjölþjóðlega kynningu að ræða fyrir þennan einstaka vef. Hörður segir að ein stærsta áskorunin við að takast á við svona stórt verkefni sé sú að taka á móti allri þeirri netumferð sem á eftir að fara um vefinn. Þannig þola vefir bara ákveðna umferð eins og netnotendur hafa sennilega oft upplifað. „Það verður rosalega vinna að takast á við alla umferðina. Við erum einmitt búnir að vinna hörðum höndum að því að baktryggja okkur í þeim efnum," segir Hörður sem fer sjálfur á hátíðina þar sem hann ásamt samstarfsfélögum munu einnig vinna innslög inn á vefinn. Auk Harðar koma þeir Benedikt Freyr Jónsson og Daníel Atlason að vefnum. Þá njóta þeir liðsinnis forritarans Arnars. „Svo er auðvitað fullt af fólki sem hefur lagt okkur lið í þessu," segir Hörður en Síminn hefur meðal annars verið mjög sterkur samstarfsaðili þeirra félaga og styrktaraðili í þróun og vinnu við verkefnið. Hér er hægt að nálgast vefinn en Hróarskelduhátíðin fer fram fyrstu vikuna í júlí. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Við erum rosa ánægðir með þetta og vonum bara að þetta verði vinsælt," segir hönnuðurinn Hörður Kristbjörnsson, en hann, ásamt félögum sínum, halda úti myndavefnum liveproject.is. Þeir gerðu nýlega samning við Hróarskelduhátíðina um að birta myndir og myndbönd frá hátíðinni. Á hverju ári mæta hátt í hundrað þúsund gestir á Hróarskeldu sem er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vefinn með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum og vefurinn birtir efnið samstundis. Vefurinn var í raun stofnaður á síðasta ári og er í ætt við Youtube. Munurinn er þó töluverður eins og sjá má ef farið er inn á vefinn. Að auki er markmið vefjarins eingöngu að sýna frá ákveðnum viðburðum. „Það geta allir sent myndbönd inn á vefinn. Þannig endurspeglar hann stemmninguna á hátíðinni," segir Hörður um samstarfið við hátíðina. Áður hefur vefurinn sýnt frá viðburðum eins og Airwaves og tískuhátíðinni í Reykjavík. Síðast sýndu þeir frá snjóbrettamóti á Akureyri.Hörður Kristbjörnsson.Samstarfið við Hróarskeldu er gríðarlega verðmætt enda tug þúsundir manna á hátíðinni og má búast við öðrum eins fjölda heimsókna á heimasíðuna á meðan hátíðinni stendur. Því er um ómetanlega fjölþjóðlega kynningu að ræða fyrir þennan einstaka vef. Hörður segir að ein stærsta áskorunin við að takast á við svona stórt verkefni sé sú að taka á móti allri þeirri netumferð sem á eftir að fara um vefinn. Þannig þola vefir bara ákveðna umferð eins og netnotendur hafa sennilega oft upplifað. „Það verður rosalega vinna að takast á við alla umferðina. Við erum einmitt búnir að vinna hörðum höndum að því að baktryggja okkur í þeim efnum," segir Hörður sem fer sjálfur á hátíðina þar sem hann ásamt samstarfsfélögum munu einnig vinna innslög inn á vefinn. Auk Harðar koma þeir Benedikt Freyr Jónsson og Daníel Atlason að vefnum. Þá njóta þeir liðsinnis forritarans Arnars. „Svo er auðvitað fullt af fólki sem hefur lagt okkur lið í þessu," segir Hörður en Síminn hefur meðal annars verið mjög sterkur samstarfsaðili þeirra félaga og styrktaraðili í þróun og vinnu við verkefnið. Hér er hægt að nálgast vefinn en Hróarskelduhátíðin fer fram fyrstu vikuna í júlí.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira