Hróarskelda velur íslenskt hugvit til að fanga stemmninguna Valur Grettisson skrifar 14. júní 2011 15:25 Skjámynd af Liveproject.is „Við erum rosa ánægðir með þetta og vonum bara að þetta verði vinsælt," segir hönnuðurinn Hörður Kristbjörnsson, en hann, ásamt félögum sínum, halda úti myndavefnum liveproject.is. Þeir gerðu nýlega samning við Hróarskelduhátíðina um að birta myndir og myndbönd frá hátíðinni. Á hverju ári mæta hátt í hundrað þúsund gestir á Hróarskeldu sem er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vefinn með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum og vefurinn birtir efnið samstundis. Vefurinn var í raun stofnaður á síðasta ári og er í ætt við Youtube. Munurinn er þó töluverður eins og sjá má ef farið er inn á vefinn. Að auki er markmið vefjarins eingöngu að sýna frá ákveðnum viðburðum. „Það geta allir sent myndbönd inn á vefinn. Þannig endurspeglar hann stemmninguna á hátíðinni," segir Hörður um samstarfið við hátíðina. Áður hefur vefurinn sýnt frá viðburðum eins og Airwaves og tískuhátíðinni í Reykjavík. Síðast sýndu þeir frá snjóbrettamóti á Akureyri.Hörður Kristbjörnsson.Samstarfið við Hróarskeldu er gríðarlega verðmætt enda tug þúsundir manna á hátíðinni og má búast við öðrum eins fjölda heimsókna á heimasíðuna á meðan hátíðinni stendur. Því er um ómetanlega fjölþjóðlega kynningu að ræða fyrir þennan einstaka vef. Hörður segir að ein stærsta áskorunin við að takast á við svona stórt verkefni sé sú að taka á móti allri þeirri netumferð sem á eftir að fara um vefinn. Þannig þola vefir bara ákveðna umferð eins og netnotendur hafa sennilega oft upplifað. „Það verður rosalega vinna að takast á við alla umferðina. Við erum einmitt búnir að vinna hörðum höndum að því að baktryggja okkur í þeim efnum," segir Hörður sem fer sjálfur á hátíðina þar sem hann ásamt samstarfsfélögum munu einnig vinna innslög inn á vefinn. Auk Harðar koma þeir Benedikt Freyr Jónsson og Daníel Atlason að vefnum. Þá njóta þeir liðsinnis forritarans Arnars. „Svo er auðvitað fullt af fólki sem hefur lagt okkur lið í þessu," segir Hörður en Síminn hefur meðal annars verið mjög sterkur samstarfsaðili þeirra félaga og styrktaraðili í þróun og vinnu við verkefnið. Hér er hægt að nálgast vefinn en Hróarskelduhátíðin fer fram fyrstu vikuna í júlí. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Við erum rosa ánægðir með þetta og vonum bara að þetta verði vinsælt," segir hönnuðurinn Hörður Kristbjörnsson, en hann, ásamt félögum sínum, halda úti myndavefnum liveproject.is. Þeir gerðu nýlega samning við Hróarskelduhátíðina um að birta myndir og myndbönd frá hátíðinni. Á hverju ári mæta hátt í hundrað þúsund gestir á Hróarskeldu sem er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vefinn með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum og vefurinn birtir efnið samstundis. Vefurinn var í raun stofnaður á síðasta ári og er í ætt við Youtube. Munurinn er þó töluverður eins og sjá má ef farið er inn á vefinn. Að auki er markmið vefjarins eingöngu að sýna frá ákveðnum viðburðum. „Það geta allir sent myndbönd inn á vefinn. Þannig endurspeglar hann stemmninguna á hátíðinni," segir Hörður um samstarfið við hátíðina. Áður hefur vefurinn sýnt frá viðburðum eins og Airwaves og tískuhátíðinni í Reykjavík. Síðast sýndu þeir frá snjóbrettamóti á Akureyri.Hörður Kristbjörnsson.Samstarfið við Hróarskeldu er gríðarlega verðmætt enda tug þúsundir manna á hátíðinni og má búast við öðrum eins fjölda heimsókna á heimasíðuna á meðan hátíðinni stendur. Því er um ómetanlega fjölþjóðlega kynningu að ræða fyrir þennan einstaka vef. Hörður segir að ein stærsta áskorunin við að takast á við svona stórt verkefni sé sú að taka á móti allri þeirri netumferð sem á eftir að fara um vefinn. Þannig þola vefir bara ákveðna umferð eins og netnotendur hafa sennilega oft upplifað. „Það verður rosalega vinna að takast á við alla umferðina. Við erum einmitt búnir að vinna hörðum höndum að því að baktryggja okkur í þeim efnum," segir Hörður sem fer sjálfur á hátíðina þar sem hann ásamt samstarfsfélögum munu einnig vinna innslög inn á vefinn. Auk Harðar koma þeir Benedikt Freyr Jónsson og Daníel Atlason að vefnum. Þá njóta þeir liðsinnis forritarans Arnars. „Svo er auðvitað fullt af fólki sem hefur lagt okkur lið í þessu," segir Hörður en Síminn hefur meðal annars verið mjög sterkur samstarfsaðili þeirra félaga og styrktaraðili í þróun og vinnu við verkefnið. Hér er hægt að nálgast vefinn en Hróarskelduhátíðin fer fram fyrstu vikuna í júlí.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira