Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2011 12:25 Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira