Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. maí 2011 12:25 Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. Margfalt meira flúor hefur mælst í beinum hesta nálægt álveri Norðuráls á Grundartanga en í hestum af norðanverðu landinu, að því er Ríkissjónvarpið greindi frá í gærkvöldi. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, hrossabóndi við Kúludalsá í Hvalfirði, hefur í tvö ár reynt að fá eftirlitsstofnanir til að rannsaka dularfull veikindi hesta sinna en hún telur þau stafa af flúormengun frá álverinu. Kuludalsá er við utanverðan Hvalfjörð en þar heldur Ragnheiður þrjátíu hesta. Þeir fóru að veikjast á dularfullan hátt fyrir fjórum árum. Hestarnir eru stirðir í hreyfingum og hófar þeirra virðast vaxa á óeðlilegan hátt. Kristján Geirsson, deildarstjóri umhverfisverndar á sviðið umhverfisgæða hjá Umhverfisstofnun, staðfesti við fréttastofu í morgun að erindi hefði borist frá umræddum hrossabónda fyrir tveimur árum síðan, í apríl 2009. Hann sagði að erindið væri á borði stofnunarinnar og að því yrði svarað í dag. Kristján sagði að bréfið til hefði legið tilbúið til undirritunar þegar fréttir bárust af málinu. Hann sagði að eigandi hrossanna þyrfti fyrst að fá svar við erindi sínu bréflega áður en greint yrði frá efni þess í fjölmiðlum. Kristján gat því ekki svarað því hvort Umhverfisstofnun myndi verða við erindi eigandans um formlega rannsókn á orsakatengslum mengunar frá álverinu og veikinda hrossanna. Aðspurður hvers vegna svona langur tími hefði liðið frá kvörtun og svari sagði hann að margar ástæður væru fyrir því. Umhverfisstofnun hefði verið í sambandi við eiganda hrossanna en dregist hefði að svara erindi hennar af ýmsum ástæðum sem hann tilgreindi ekki frekar. „Það dróst að svara, það eru ýmsar ástæður fyrir því. Við vorum að ganga frá þessu í gær og ég vildi ná sambandi við hana áður en ég færi að tjá mig um málið í fjölmiðlum. Það gengur ekki að hún fái svörin sem ég gef í gegnum fjölmiðla," sagði Kristján. „Þetta er opinber stofnun og það eru ákveðin formsatriði sem þarf að ganga frá áður en við sendum bréf." Það er ekki rétt sem kemur fram að þið hafið ekkert aðhafst? „Við höfum bæði verið í símasambandi við hana og átt fundi. Hún bað um ákveðið og hefur ekki fengið endanlegt svar við því (krafa um rannsókn innsk.blm) Við höfum af og til verið í sambandi við hana," segir Kristján.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira