Enski boltinn

Pearce valdi 31 leikmann fyrir leikina við Dani og Íslendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge hefur slegið í gegn hjá Bolton.
Daniel Sturridge hefur slegið í gegn hjá Bolton. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stuart Pearce, þjálfari 21 árs landsliðs Englendinga, er búinn að velja landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki gegn Danmörku og Íslandi á næstunni. Englendingar mæta Dönum í Viborg 24. mars og taka síðan á móti Íslendingum á heimavelli Preston North End fjórum dögum síðar.

Frægustu leikmenn enska liðsins eru Kieran Gibbs, bakvörður Arsenal, Micah Richards. varnarmaður Manchester City, Chris Smalling, varnarmaður Manchester United, Marc Albrighton, vængmaður Aston Villa, Jack Rodwell, miðjumaður Everton, Daniel Sturridge, sóknarmaður Bolton Wanderers sem er á láni frá Chelsea og Danny Welbeck, sóknarmaður Sunderland sem er á láni frá Man Utd.

Eyjólfur Sverrisson mun tilkynna hóp sinn á morgun en það er ekki víst að hann hafi aðgengi að öllum leikmönnum sínum þar sem að A-landsliðið er að spila við Kýpur í undankeppni EM tveimur dögum áður. Íslenska 21 árs liðið spilar við Úkraínu á sama tíma og Englendingar mæta Dönum.







Landsliðshópur Englendinga fyrir leikina við Danmörku og Ísland:Markmenn

Frankie Fielding (Derby County - á láni frá Blackburn Rovers), Scott Loach (Watford), Alex Smithies (Huddersfield Town), Alex McCarthy (Reading)

Varnarmenn

Nathan Baker (Aston Villa), Joe Bennett (Middlesbrough), Ryan Bertrand (Chelsea), Steven Caulker (Bristol City - á láni frá Tottenham), Kieran Gibbs (Arsenal), Ben Mee (Leicester City - á láni frá Manchester City), Kyle Naughton (Leicester City - á láni frá Tottenham), Micah Richards (Manchester City), Chris Smalling (Manchester United), James Tomkins (West Ham United), Kyle Walker (Aston Villa - á láni frá Tottenham)

Miðjumenn

Marc Albrighton (Aston Villa), Jack Cork (Burnley - á láni frá Chelsea), Tom Cleverley (Wigan Athletic - á láni frá Man Utd), Mark Davies (Bolton Wanderers), Jordan Henderson (Sunderland), Henri Lansbury (Norwich City - á láni frá Arsenal), Josh McEachran (Chelsea), Fabrice Muamba (Bolton Wanderers), Jack Rodwell (Everton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Scott Sinclair (Swansea City)

Framherjar

Nathan Delfouneso (Burnley á láni frá Aston Villa), Gary Hooper (Celtic), Daniel Sturridge (Bolton Wanderers - á láni frá Chelsea), Danny Welbeck (Sunderland - á láni frá Man Utd), Connor Wickham (Ipswich Town).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×