Umfjöllun: Freyr Bjarnason skallaði FH-inga áfram í bikarnum Stefán Árni Pálsson á Kaplakrikavelli skrifar 26. maí 2011 17:50 Mynd/Valli FH-ingar komust í kvöld í 16-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum leik, en leiknum lauk með 3-2 sigri Fimleikafélagsins. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Freyr Bjarnason, leikmaður FH, skoraði sigurmarkið. Leikurinn hófst nokkuð rólega í Krikanum og leikmenn liðanna áttu erfitt með að ráða við slæmar aðstæður. Hægt og rólega komust leikmenn í takt við leikinn og á 18. mínútu skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. Gylfi Einarsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andrési Má Jóhannessyni. Mark Fylkismanna lá nokkuð í loftinu og greinilegt að þeir mættu tilbúnir til leiks. FH var aftur á móti ekki lengi að jafna metin en aðeins sjö mínútum síðar skoraði Pétur Viðarsson mark fyrir heimamenn eftir hornspyrnu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Pétur fékk boltann einn og óvaldaður við marklínuna og þrumaði boltanum í netið eftir frábæra spyrnu frá Viktori Erni. Fylkismenn létu jöfnunarmarkið ekkert á sig fá og komust fljótlega aftur yfir þegar Albert Brynjar Ingason skoraði annað mark gestanna. Mark Fylkis kom eftir frábært samspil gestanna, en Andri Þór Jónsson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH-inga, þar skallaði Ingimundur Níels knöttinn á Albert sem þrumaði boltanum í netið með vinstri fæti. Staðan var 2-1 í hálfleik sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt þó svo að Fylkismenn hefðu getað skorað fleiri mörk. Síðari hálfleikurinn hófst rólega rétt eins og sá fyrri en FH-ingar voru greinilega ákveðnir í því að jafna metinn. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Hannes Þ. Sigurðsson að jafna leikinn. Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður FH, átti virkilega glæsilega fyrirgjöf inn á Hannes sem stýrði boltanum glæsilega í netið. FH-ingar voru að leika sannfærandi á þessum tíma og áttu skilið að jafna metinn. Það sem eftir lifði venjulegs leiktíma gerðist fátt markvert og liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Því þurfti að framlengja leikinn. FH-ingar byrjuðu fyrri hálfleik framlengingarinnar vel og sýndu strax ákveðið frumkvæði. Þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu FH-ingar að komast yfir og skora sitt þriðja mark í leiknum. Varnarjaxlinn, Freyr Bjarnason, skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Sævarssyni úr aukaspyrnu. FH réði lögum og lofum það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum flottan sigur. Sterkur karakterssigur FH-inga í kvöld og spurning hvort hann komi liðinu á beinu brautina. FH 3 – 2 Fylkir0-1 Gylfi Einarsson (18.) 1-1 Pétur Viðarsson (25.) 1-2 Albert Brynjar Ingason (34.) 2-2 Hannes Þ. Sigurðsson (67.) 3-2 Freyr Bjarnason (96.) Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Magnús Þórisson 7 Skot (á mark): 10 – 10 (5-6) Varin skot: Gunnleifur 4 – 4 Ísak Horn: 13 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 15 – 15 Rangstöður: 2-4FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 8 *maður leiksins (94. Tommy Fredsgaard Nielsen - ) Björn Daníel Sverrisson 6 (82. Bjarki Gunnlaugsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Atli Guðnason 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Gunnar Kristjánsson 5 (67. Atli Viðar Björnsson 5) Hannes Þorsteinn Sigurðsson 7Fylkir (4-3-3) Ísak Björgvin Gylfason 7 Andri Þór Jónsson 6 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 (73. Kjartan Ágúst Breiðdal ) Andrés Már Jóhannesson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Gylfi Einarsson 7 (90. Davíð Þór Ásbjörnsson - ) Ingimundur Níels Óskarsson 6 Albert Brynjar Ingason 7 Jóhann Þórhallsson 5 (38. Andri Már Hermannsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira
FH-ingar komust í kvöld í 16-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum leik, en leiknum lauk með 3-2 sigri Fimleikafélagsins. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Freyr Bjarnason, leikmaður FH, skoraði sigurmarkið. Leikurinn hófst nokkuð rólega í Krikanum og leikmenn liðanna áttu erfitt með að ráða við slæmar aðstæður. Hægt og rólega komust leikmenn í takt við leikinn og á 18. mínútu skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. Gylfi Einarsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andrési Má Jóhannessyni. Mark Fylkismanna lá nokkuð í loftinu og greinilegt að þeir mættu tilbúnir til leiks. FH var aftur á móti ekki lengi að jafna metin en aðeins sjö mínútum síðar skoraði Pétur Viðarsson mark fyrir heimamenn eftir hornspyrnu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Pétur fékk boltann einn og óvaldaður við marklínuna og þrumaði boltanum í netið eftir frábæra spyrnu frá Viktori Erni. Fylkismenn létu jöfnunarmarkið ekkert á sig fá og komust fljótlega aftur yfir þegar Albert Brynjar Ingason skoraði annað mark gestanna. Mark Fylkis kom eftir frábært samspil gestanna, en Andri Þór Jónsson átti frábæra sendingu inn fyrir vörn FH-inga, þar skallaði Ingimundur Níels knöttinn á Albert sem þrumaði boltanum í netið með vinstri fæti. Staðan var 2-1 í hálfleik sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt þó svo að Fylkismenn hefðu getað skorað fleiri mörk. Síðari hálfleikurinn hófst rólega rétt eins og sá fyrri en FH-ingar voru greinilega ákveðnir í því að jafna metinn. Þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Hannes Þ. Sigurðsson að jafna leikinn. Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður FH, átti virkilega glæsilega fyrirgjöf inn á Hannes sem stýrði boltanum glæsilega í netið. FH-ingar voru að leika sannfærandi á þessum tíma og áttu skilið að jafna metinn. Það sem eftir lifði venjulegs leiktíma gerðist fátt markvert og liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Því þurfti að framlengja leikinn. FH-ingar byrjuðu fyrri hálfleik framlengingarinnar vel og sýndu strax ákveðið frumkvæði. Þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af framlengingunni náðu FH-ingar að komast yfir og skora sitt þriðja mark í leiknum. Varnarjaxlinn, Freyr Bjarnason, skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Guðmundi Sævarssyni úr aukaspyrnu. FH réði lögum og lofum það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum flottan sigur. Sterkur karakterssigur FH-inga í kvöld og spurning hvort hann komi liðinu á beinu brautina. FH 3 – 2 Fylkir0-1 Gylfi Einarsson (18.) 1-1 Pétur Viðarsson (25.) 1-2 Albert Brynjar Ingason (34.) 2-2 Hannes Þ. Sigurðsson (67.) 3-2 Freyr Bjarnason (96.) Áhorfendur: Ekki uppgefið Dómari: Magnús Þórisson 7 Skot (á mark): 10 – 10 (5-6) Varin skot: Gunnleifur 4 – 4 Ísak Horn: 13 – 8 Aukaspyrnur fengnar: 15 – 15 Rangstöður: 2-4FH (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson 7 Guðmundur Sævarsson 7 Freyr Bjarnason 7 Pétur Viðarsson 6 Viktor Örn Guðmundsson 8 *maður leiksins (94. Tommy Fredsgaard Nielsen - ) Björn Daníel Sverrisson 6 (82. Bjarki Gunnlaugsson -) Hólmar Örn Rúnarsson 6 Atli Guðnason 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Gunnar Kristjánsson 5 (67. Atli Viðar Björnsson 5) Hannes Þorsteinn Sigurðsson 7Fylkir (4-3-3) Ísak Björgvin Gylfason 7 Andri Þór Jónsson 6 Þórir Hannesson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 5 (73. Kjartan Ágúst Breiðdal ) Andrés Már Jóhannesson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 Gylfi Einarsson 7 (90. Davíð Þór Ásbjörnsson - ) Ingimundur Níels Óskarsson 6 Albert Brynjar Ingason 7 Jóhann Þórhallsson 5 (38. Andri Már Hermannsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Sjá meira