„Við óttuðumst að atkvæðagreiðsla yrði til þess að kljúfa Alþjóðahvalveiðiráðið í herðar niður,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Fulltrúar Íslands, Noregs og Japans gengu út af fundi ráðsins í gær ásamt fulltrúum annarra ríkja sem styðja sjálfbærar hvalveiðar. Fulltrúar Argentínu og Brasilíu höfðu þá borið fram til atkvæða tillögu um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi.
„Það var engin hætta á að þeir myndu ná tilskyldum meirihluta, heldur vildum við koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla yrði til þess að spilla andrúmsloftinu í ráðinu, sem hefur farið batnandi á undanförnum árum.“ - gb
Fulltrúi Íslands gekk af fundi
