Niðurlæging í Búdapest Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. ágúst 2011 16:48 Jóhann Berg Guðmundsson í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2 Íslenski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ólafur tók við starfi landsliðsþjálfara í lok árs 2007 en þangað til í kvöld hafði Ísland aldrei fengið á sig fjögur mörk í einum leik undir hans stjórn. Segir það margt um gæði íslenska liðsins í kvöld - þau voru nánast ekki til staðar. Fyrri hálfleikur var skömminni skárri en sá síðari. Íslendingar náðu á köflum ágætis spili á fyrsta hálftímanum en jafn oft var það klaufalegt og tilviljunakennt. Ungverjar komust svo yfir á 32. mínútu og fór að halla verulega undan fæti eftir það. Íslensku leikmennirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök hvað eftir annað og kostuðu sum þeirra mörk - önnur ekki. Ungverjar bættu við öðru marki í lok fyrri hálfleiksins og staðan því 2-0 að honum loknum. Ólafur hefur náð að koma einhverju skipulagi á leik íslenska liðsins í leikhlénu því liðið átti sæmilegan kafla í upphafi síðari hálfleiks. En þegar Ungverjar skoruðu svo þriðja markið datt botninn endanlega úr leik íslenska liðsins. Heimamenn gengu á lagið og yfirburðir þeirra algerir síðasta hálftímann. Að sama skapi var vonleysi Íslendinga algert. Landsliðið hefur verið í frjálsu falli á styrkleikalista FIFA undanfarin misseri og því miður bar þessi leikur sorglegan vitnisburð um stöðu þess. Ólafur hefur ekki náð miklum árangri með liðið en gat þó í það minnsta borið fyrir sig að liðið hafi verið að spila þokkalega undir hans stjórn. En það var ekki tilfellið í kvöld. Það var fátt sem benti til framfaraskrefa í leik íslenska liðsins í kvöld og ljóst að breytinga er þörf. Það eina sem má teljast jákvætt við leikinn er að í honum fengu margir ungir leikmenn að spreyta sig og er óskandi að þeir geti dregið einhvern lærdóm af þeirri reynslu.Ungverjaland - Ísland 4-0 Dómari: Wolfgang Stark, Þýskalandi. Skot (á mark): 18–8 (10-1) Varin skot: Bogdán 1 – Stefán Logi 4 Hornspyrnur: 8–5 Aukaspyrnur fengnar: 13–12 Rangstöður: 3–2
Íslenski boltinn Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti