Enski boltinn

Mascherano: Man. City kemur illa fram við Tevez

Masch og Tev er þeir komu til West Ham.
Masch og Tev er þeir komu til West Ham.
Argentínumaðurinn Javier Mascherano, leikmaður Barcelona, hefur ákveðið að leggja orð í belg í umræðunni um Carlos Tevez. Mascherano er ekki hrifinn af framkomu Man. City í garð landa síns.

Þeir félagar fóru saman til Englands á sínum tíma er þeir sömdu við West Ham.

"Carlitos hefur gert mjög mikið fyrir félagið og mér finnst ljótt hvernig félagið kemur nú fram við hann. Ég trúi varla því sem er í gangi," sagði Mascherano.

"Það eru allir að ráðast á hann og hann getur ekkert gert til þess að verja sig. England er sérstakur staður og þá aðallega þegar eitthvað slíkt gerist. Þá ráðast allir á mann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×