Enski boltinn

Tevez var látinn æfa einn

Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/AFP
Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Man. City hefur rannsakað málið og Tevez á yfir höfði sér frekari refsingu af hálfu félagsins.

Roberto Mancini, stjóri félagsins, vill ekki að Tevez æfi með aðalliðinu né varaliðinu. Argentínumaðurinn var því látinn mæta tveim tímum síðar en aðrir á æfingasvæðið.

Tevez, sem lét keyra sig á æfinguna á Hummer-jeppa, tók æfingu með styrktarþjálfara félagsins og þarf líklega að gera slíkt hið sama á morgun.

Athygli vakti að Mancini kom hjólandi á æfinguna í dag en venjulega mæta leikmenn og þjálfarar á glæsibifreiðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×