Enski boltinn

Bale vill fá að spila með breska fótboltalandsliðinu á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gareth Bale, leikmaður Tottenham og velska landsliðsins, gæti lent upp á kant við knattspyrnusamband Wales eftir að hann lýsti því yfir að hann vilji spila með breska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Knattspyrnusambönd Wales, Norður-Írlands og Skotlands eru ekki tilbúin að leyfa leikmönnum sínum á spila fyrir Bretland á leikunum í London þar sem þau óttast að það gæti orðið til þess að þau fengju þá ekki lengur að spila undir sínu eigin nafni í mótum á vegum FIFA.

„Ég vil fá að spila á Ólympíuleikunum og ég held að það yrði ótrúleg reynsla. Wales hefur ekki náð að spila á stórmótið í ég veit ekki hvað langan tíma og það væri gaman að fá tækifæri til að spila á móti bestu þjóðunum í heimi," sagði Gareth Bale.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×