Enski boltinn

Leikur Reading og Swansea sá verðmætasti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading. Mynd. / Getty Images
Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading. Mynd. / Getty Images
Samkvæmt útreikningum Deloitte er mikilvægasti leikur ársins úrslitaleikurinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni ef litið er á fjárhagslegan ávinning, en talið er að sá leikur sé 90 milljóna punda virði.

Reading og Swansea mættast einmitt í þeim leik annað kvöld og sigurvegarinn fær sæti meðal þeirra bestu á næsta tímabili. Íslensku leikmennirnir, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson, eru báðir á mála hjá Reading og því mikið undir fyrir þá.

„Úrslitaleikurinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni er verðmætasti knattspyrnu leikur ársins“ sagði Paul Rawnsley, forsvarsmaður sportsviðs Deloitte.

Reading lék síðast í ensku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum en Swansea var síðast í deildinni árið 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×