Enski boltinn

Wilshere tæpur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Enn bætist á meiðslalistann hjá Arsenal því Englendingurinn ungi, Jack Wilshere, er tæpur fyrir leikinn gegn Barcelona á þriðjudag í Meistaradeild Evrópu. Wilshere er meiddur á ökkla og væri það afar slæmt fyrir Arsenal ef hann væri ekki með í seinni leiknum gegn Barcelona.

Ljóst er að Theo Walcott og Robin van Persie verða ekki með gegn Barcelona og Cesc Fabregas er einnig tæpur fyrir þennan stóra leik hjá Arsenal. Fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Arsenal.

“Wilshere er í vandræðum með ökklann á sér og við munum bíða þar til á mánudag eða þriðjudag til að sjá hvort hann verði klár,” sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×