Alexandro Pato skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigri liðsins gegn Sampdoria á útivelli í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Pato tryggði Milan sæti í undanúrslitum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Guberti skoraði eina mark Sampdoria á 44. mínútu.