Markasúpa í enska boltanum í dag - Yakubu með fernu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2011 00:01 Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Tottenham tók á móti Bolton á White Hart Lane í Lundúnum og sigruðu heimamenn 3-0. Gareth Bale kom heimamönnum yfir strax á upphafsmínútum leiksins þegar hann smellti boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Luka Modrid. Aðeins tíu mínútum síðar fékk Gary Cahill, leikmaður Bolton, rautt spjald fyrir heldur gróft brot og gestirnir því einum færri út leikinn. Eftir aðeins nokkra mínútna leik í síðari hálfleik dró aftur til tíðinda þegar heimamenn gerðu sitt annað mark í leiknum. Aaron Lennon skoraði fínt mark eftir stoðsendingu frá Jermain Defoe. Jermain Defoe kom síðan Tottenham í 3-0 tíu mínútum síðar. Tottenham komst í annað sæti deildarinnar með sigrinum, en liðið hefur 31 stig. Manchester United getur aftur á móti komist upp fyrir þá síðar í kvöld. Wigan tók á móti Arsenal á DW vellinum í Wigan. Mikel Arteta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal, en markið kom eftir tæplega hálftíma leik. Thomas Vermaelen kom Arsenal tveimur mörkum yfir aðeins mínútu síðar og Arsenal fór því í leikhlé með vænlega stöðu. Gervinho skoraði þriðja mark Arsenal í upphafi síðari hálfleiks. Síðan var komið að markamaskínu skyttnanna Robin van Persie að skora en hann gerði fjórða mark Arsenal tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig, en Bolton er í næstneðsta sætinu með aðeins níu stig. Skelfilega staða hjá Bolton. Blackburn tók á móti Swansea á Ewood Park, heimavelli Blackburn, en heimamenn tóku forystuna eftir tuttugu mínútna leik þegar Aiyegbeni Yakubu skoraði. Leroy Lita jafnaði síðan metin fyrir Swansea rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og skoruðu heimamenn tvö mörk á stuttum tíma og breyttu stöðunni í 3-1 fyrir Blackburn. Það var enginn annar en Aiyegbeni Yakubu sem gerði bæði mörkin fyrir Blackburn og hafði fullkomnað þrennuna þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Luke Moore náði að minnka muninn fyrir Swansea á ný þegar hann skoraði rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Yakubu skoraði sitt fjórða mark tíu mínútum síðar og fullkomnaði fernuna, en markið gerði hann úr vítaspyrnu. Blackburn lyfti sér upp fyrir Bolton í 18. sætið með sigrinum í dag en stigin þrjú gefa félaginu örlitla von um að halda sér uppi.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit dagsins: 12:45: Newcastle - Chelsea 0-3 15:00: Blackburn - Swansea City 4-2 15:00: Manchester City - Norwich City 5-1 15:00: Queens Park Rangers - West Bromwich 1-1 15:00: Tottenham - Bolton 3-0 15:00: Wigan - Arsenal 0-4 17:30: Aston Villa - Manchester United (Sport 2 & HD) Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þremur þeirra lauk nú fyrir stundu. Gríðarlega mörg mörk litu dagsins ljóst og menn vel með á nótunum. Tottenham tók á móti Bolton á White Hart Lane í Lundúnum og sigruðu heimamenn 3-0. Gareth Bale kom heimamönnum yfir strax á upphafsmínútum leiksins þegar hann smellti boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Luka Modrid. Aðeins tíu mínútum síðar fékk Gary Cahill, leikmaður Bolton, rautt spjald fyrir heldur gróft brot og gestirnir því einum færri út leikinn. Eftir aðeins nokkra mínútna leik í síðari hálfleik dró aftur til tíðinda þegar heimamenn gerðu sitt annað mark í leiknum. Aaron Lennon skoraði fínt mark eftir stoðsendingu frá Jermain Defoe. Jermain Defoe kom síðan Tottenham í 3-0 tíu mínútum síðar. Tottenham komst í annað sæti deildarinnar með sigrinum, en liðið hefur 31 stig. Manchester United getur aftur á móti komist upp fyrir þá síðar í kvöld. Wigan tók á móti Arsenal á DW vellinum í Wigan. Mikel Arteta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Arsenal, en markið kom eftir tæplega hálftíma leik. Thomas Vermaelen kom Arsenal tveimur mörkum yfir aðeins mínútu síðar og Arsenal fór því í leikhlé með vænlega stöðu. Gervinho skoraði þriðja mark Arsenal í upphafi síðari hálfleiks. Síðan var komið að markamaskínu skyttnanna Robin van Persie að skora en hann gerði fjórða mark Arsenal tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig, en Bolton er í næstneðsta sætinu með aðeins níu stig. Skelfilega staða hjá Bolton. Blackburn tók á móti Swansea á Ewood Park, heimavelli Blackburn, en heimamenn tóku forystuna eftir tuttugu mínútna leik þegar Aiyegbeni Yakubu skoraði. Leroy Lita jafnaði síðan metin fyrir Swansea rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og því var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum og skoruðu heimamenn tvö mörk á stuttum tíma og breyttu stöðunni í 3-1 fyrir Blackburn. Það var enginn annar en Aiyegbeni Yakubu sem gerði bæði mörkin fyrir Blackburn og hafði fullkomnað þrennuna þegar um klukkustund var liðin af leiknum. Luke Moore náði að minnka muninn fyrir Swansea á ný þegar hann skoraði rúmlega tuttugu mínútum fyrir leikslok og setti mikla spennu í leikinn. Yakubu skoraði sitt fjórða mark tíu mínútum síðar og fullkomnaði fernuna, en markið gerði hann úr vítaspyrnu. Blackburn lyfti sér upp fyrir Bolton í 18. sætið með sigrinum í dag en stigin þrjú gefa félaginu örlitla von um að halda sér uppi.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.Úrslit dagsins: 12:45: Newcastle - Chelsea 0-3 15:00: Blackburn - Swansea City 4-2 15:00: Manchester City - Norwich City 5-1 15:00: Queens Park Rangers - West Bromwich 1-1 15:00: Tottenham - Bolton 3-0 15:00: Wigan - Arsenal 0-4 17:30: Aston Villa - Manchester United (Sport 2 & HD)
Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira