Chelsea vann 3-0 í Newcastle og hoppaði upp í 3. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 12:15 Mynd/AP Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Chelsea fagnaði 3-0 sigri á Newcastle á Sports Direct Arena, áður St. James´s Park, í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var annar deildarsigur Chelsea í röð og kemur liðinu upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Tottenham getur endurheimt það seinna í dag. Það var mikið fjör í leiknum og nóg af færum en liðin skutu sem dæmi samtals fimm sinnum í marksúlurnar í þessum stórskemmtilega leik. Chelsea fékk nóg af færum í fyrri hálfleik en gat síðan þakkað fyrir að fá ekki á sig jöfnunarmark í seinni hálfleiknum áður en Salomon Kalou og Daniel Sturridge innsigluðu sigurinn skömmu fyrir leikslok. Newcastle tapaði þarna sínum fyrsta heimaleik á tímabilinu en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í síðustu þremur leikjum sínum á móti Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tim Krul hélt Newcastle inn í leiknum í fyrri hálfleik en Chelsea-maðurinn David Luiz var heppinn að fá ekki rauða spjaldið þegar hann braut á Demba Ba strax á fjórðu mínútu leiksins.Mynd/APTim Krul varði vítaspyrnu Frank Lampard á 13. mínútu en hún var dæmd á Yohan Cabaye fyrir að fella Daniel Sturridge. Krul fór of snemma af línunni en komst upp með það og varði vítið glæsilega. Þetta var fjórða vítið sem Lampard klúðrar í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum. Daniel Sturridge labbaði hvað eftir annað í gegnum Newcastle á þessum kafla. Þremur mínútu eftir vítið varði Krul skot frá honum í stöngina og á 25. mínútu varði Krul frá Sturridge úr dauðafæri. Peter Cech varði vel frá Demba Ba á 25. mínútu og tíu mínútum síðar átti Ba skalla í stöngina en John Terry var nærri því búinn að skora sjálfsmark þegar hann ætlaði að sparka boltanum í burtu. Chelsea tókst loksins að koma boltanum framhjá Tim Krul á 38. mínútu þegar Didier Drogba skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf frá Juan Manuel Mata. Þetta var aðeins annað deildarmark Drogba á tímabilinu til þessa. Tim Krul átti eftir að verja einu sinni enn glæislega frá Daniel Sturridge sem var hreinlega fyrirmunað að koma boltanum framhjá hollenska markverðinum í fyrri hálfleiknum. Didier Drogba var nærri því búinn að skora sjálfsmark á 55.mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu í slána á eigin marki og í kjölfarið náði Chelsea skyndisókn þar sem Ramires komst einn í gegn en Krul varði enn einu sinni frábærlega.Mynd/Nordic Photos/GettyChelsea-menn voru heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmark á lokakafla leiksins, fyrst bjaraði John Terry á línu og svo átti Shola Ameobi þrumuskot í slána á marki Chelsea. Salomon Kalou kom Chelsea í 2-0 á 89.mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Fernando Torres en þeir komu báðir inn á sem varamenn í leiknum. Daniel Sturridge tókst síðan loksins að skora í uppbótartímanum eftir sendingu frá Ramires en Sturridge fékk fjölmörg dauðafæri í þessum leik.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira