Enski boltinn

Bayern vill kaupa Boateng

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boateng í leik gegn Fulham.
Boateng í leik gegn Fulham.
Svo gæti farið að Jerome Boateng snúi aftur í þýska boltann eftir skamma viðveru í enska boltanum hjá Man. City. Forráðamenn FC Bayern eru bjartsýnir á að geta keypt leikmanninn þó svo City sé ekkert allt of æst í að selja.

Boateng átti ekki fast sæti í liði City í vetur en hann var talsvert meiddur og svo voru aðrir leikmenn að spila vel.

"Ég tel möguleikana á að við náum saman ansi góða. Þetta mun samt taka tíma," sagði Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern.

Miklu munar á milli liðanna sem stendur. Bayern er til í að greiða 12,5 milljónir evra en City vill fá 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×