Enski boltinn

Bosingwa segir leikmenn styðja Villas-Boas

Portúgalski bakvörðurinn Jose Bosingwa segir að leikmenn Chelsea standi þétt við bakið á stjóranum, Andre Villas-Boas, þó illa hafi gengið hjá Chelsea í upphafi leiktíðar.

Byrjun Chelsea á leiktíðinni er sú versta síðan Roman Abramovich eignaðist félagið. Abramovich hefur ekki alltaf verið mjög þolinmóður í garð knattspyrnustjóra liðsins og því eru breskir fjölmiðlar eðilega farnir að velta því fyrir sér hvort starf Villas-Boas sé í hættu.

Það sem ýtir enn frekar undir þær sögusagnir er sú staðreynd að uppáhaldsstjóri Abramovich, Hollendingurinn Guus Hiddink, er á lausu.

"Auðvitað eru menn fúlir með þennan árangur sem hefur áhrif á stemninguna í hópnum. Það átti enginn von á því að okkur myndi ganga svona illa," sagði Bosingwa.

"Andre er frábær þjálfari og það efast enginn um hans hæfileika í liðinu. Við trúum því að hann gæti stýrt okkur í rétta átt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×