Enski boltinn

Defoe hefur ekki í hyggju að fara frá Tottenham

Jermain Defoe, framherji Tottenham, segist ætla að berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu og hann hefur engan áhuga á því að fara fram á að verða seldur. Defoe hefur ekki fengið allt of mörg tækifæri í vetur og orðrómur fór af stað að hann vildi komast frá Spurs í janúar.

"Stuðningsmenn hafa lesið einhverja vitleysu í blöðunum og beðið mig á hverjum degi um að fara ekki. Ég fór áður til Portsmouth þar sem ég minnti menn á að ég kynni enn að skora. Ég ætla ekki að gera það aftur. Ég elska félagið og stuðningsmennina," sagði Defoe.

"Þetta er gríðarlega mikilvægur tími fyrir félagið. Það vilja allir taka þátt og það er ekkert öðruvísi með mig."

EM er fram undan næsta sumar og Defoe viðurkennir að hann hafi nokkrar áhyggjur af því að komast ekki í landsliðið ef hann fái ekki að spila. Engu að síður ætlar hann að berjast fyrir sínu hjá Spurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×