Enski boltinn

Shaun Wright-Phillips á leiðinni til Wigan

Stefán Árni Pálsson skrifar
Formaður knattspyrnufélagsins Wigan Athletic, Dave Whelan, hefur staðfest að liðið ætli sér að klófesta Shaun Wright-Phillips frá Manchester City fyrir næsta tímabil.

Allar líkur eru á því að aðal stjarna liðsins Charles N'Zogbia sé á förum frá félaginu og á Phillips að koma í hans stað, en kaupverðið mun líklega vera um 3 milljónir punda.

„Það er satt að við höfum áhuga á Shaun Wright-Phillips og ég er viss um að honum myndi líða vel hjá okkur," sagði Dave Whelan við breska fjölmiðla.

„Við viljum fá leikmanninn til liðs við okkur en vitum ekki alveg hvað við getum boðið honum í laun. Roberto ( Martinez, knattspyrnustjóri Wigan) hefur mikinn áhuga á að fá hann til liðs við okkur og það er algjört forgangsatriði hjá klúbbnum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×