Enski boltinn

Staðfest að Houllier verði frá út leiktíðina

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Houllier verður ekki meira með á þessari leiktíð.
Houllier verður ekki meira með á þessari leiktíð. Nordic Photos/Getty Images
Aston Villa hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Gerard Houllier muni ekki stýra fleiri leikjum hjá liðinu á þessari leiktíð. Houllier var fluttur á sjúkrahús í síðustu viku vegna verkja í brjósti.

„Ég er hræddur um það að Houllier verði ekki meira með á þessari leiktíð. Lykilatriðið er heilsa hans og að hann nái sér sem fyrst,“ sagði Charles Krulak, framkvæmdastjóri Villa.

Gary McAllister mun stýra liðinu út leiktíðina en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Houllier þarf að draga sig í hlé frá störfum vegna heilsuvandræða. Árið 2001 þurfti Houllier að vera frá í fimm mánuði vegna hjartaveikinda er hann var stjóri Liverpool og nú virðist sama vandamálið hafa endurtekið sig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×