Enski boltinn

Dzeko tryggði City sigur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Edin Dzeko skoraði sigurmark City.
Edin Dzeko skoraði sigurmark City. Nordic Photos/Getty Images
Manchester City er í góðri stöðu í að ná sæti í Meistaradeildinni eftir að hafa lagt Blackburn Rovers á útivelli í kvöld, 0-1, í ensku úrvalsdeildinni. Það var Edin Dzeko sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins.

Dzeko var keyptur til City fyrir um 30 milljónir punda í janúar en hefur ekki staðið undir verðmiðanum það sem af er þessari leiktíð. Hann skoraði í kvöld sitt fimmta mark fyrir City.

Eftir leikinn er City með 62 stig í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú sjö stigum á undan Tottenham um öruggt Meistaradeildarsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Milljarðalið City virðist því vera á leiðinni í Meistaradeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×