Hurst: Vandræði West Ham hófust með Íslendingunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2011 20:15 Nordic Photos / Getty Images Sir Geoff Hurst, einn allra frægasti leikmaður West Ham frá upphafi, segir að vandræði félagsins hafi byrjað þegar að félagið var keypt af Íslendingunum Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni. Eins og Hurst bendir á í pistli sínum í Evening Standard nú fyrr í vikunni hefur West Ham gengið skelfilega á yfirstandandi tímabili. Liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. West Ham verður að vinna næstneðsta liðið, Wigan, á morgun til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. „Fall væru skelfileg niðurstaða fyrir félagið sem ég þjónaði í fimmtán ár. Það er óhjákvæmilegt að við missum okkar bestu leikmenn ef við missum úrvalsdeildarsætið," skrifar Hurst og bendir til að mynda á Scott Parker, Matthew Upson og Robert Green í þeim efnum. „Þetta væru afleiðingarnar fyrir þeirri niðursveiflu sem hófst þegar að Terry Brown, fyrrum stjórnarformaður félagsins, ákvað að selja íslenskum fjárfestingahópi hlut sinn." Hann segir að áður fyrr hafi félagið hafi verið rótgróið félag í efstu deild á árum áður og framleitt marga mjög sterka leikmenn eins og Rio Ferdinand, Frank Lampard, Joe Cole og Michael Carrick. „En á síðustu tíu árum höfum við verið með sex mismunandi knattspyrnustjóra og ég er viss um að fall myndi verða til þess að við skiptum um stjóra enn einu sinni í sumar." Hurst segir að það hafi verið skelfileg ákvörðun að ráða Avram Grant sem knattspyrnustjóra enda hafði hann ekki það sem þarf til fyrir starf sem þetta. Ráða þurfi stjóra sem geti komið félaginu aftur upp í ensku úrvalsdeildina sem allra fyrst. „Annars sé ég fyrir mér heldur dapra framtíð, minnkandi tekjur félagsins og auðar sætaraðir á Ólympíuleikvanginum þegar við flytjum þangað." Hurst er eini leikmaðurinn í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefur skorað þrennu í úrslitaleik. Það gerði hann árið 1966, er England vann sinn eina heimsmeistaratitil til þessa eftir 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum. Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Sir Geoff Hurst, einn allra frægasti leikmaður West Ham frá upphafi, segir að vandræði félagsins hafi byrjað þegar að félagið var keypt af Íslendingunum Björgólfi Guðmundssyni og Eggerti Magnússyni. Eins og Hurst bendir á í pistli sínum í Evening Standard nú fyrr í vikunni hefur West Ham gengið skelfilega á yfirstandandi tímabili. Liðið er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. West Ham verður að vinna næstneðsta liðið, Wigan, á morgun til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. „Fall væru skelfileg niðurstaða fyrir félagið sem ég þjónaði í fimmtán ár. Það er óhjákvæmilegt að við missum okkar bestu leikmenn ef við missum úrvalsdeildarsætið," skrifar Hurst og bendir til að mynda á Scott Parker, Matthew Upson og Robert Green í þeim efnum. „Þetta væru afleiðingarnar fyrir þeirri niðursveiflu sem hófst þegar að Terry Brown, fyrrum stjórnarformaður félagsins, ákvað að selja íslenskum fjárfestingahópi hlut sinn." Hann segir að áður fyrr hafi félagið hafi verið rótgróið félag í efstu deild á árum áður og framleitt marga mjög sterka leikmenn eins og Rio Ferdinand, Frank Lampard, Joe Cole og Michael Carrick. „En á síðustu tíu árum höfum við verið með sex mismunandi knattspyrnustjóra og ég er viss um að fall myndi verða til þess að við skiptum um stjóra enn einu sinni í sumar." Hurst segir að það hafi verið skelfileg ákvörðun að ráða Avram Grant sem knattspyrnustjóra enda hafði hann ekki það sem þarf til fyrir starf sem þetta. Ráða þurfi stjóra sem geti komið félaginu aftur upp í ensku úrvalsdeildina sem allra fyrst. „Annars sé ég fyrir mér heldur dapra framtíð, minnkandi tekjur félagsins og auðar sætaraðir á Ólympíuleikvanginum þegar við flytjum þangað." Hurst er eini leikmaðurinn í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefur skorað þrennu í úrslitaleik. Það gerði hann árið 1966, er England vann sinn eina heimsmeistaratitil til þessa eftir 4-2 sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum.
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira