Enski boltinn

Ancelotti: Torres er að koma til

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum súr í bragði eftir leikinn gegn Fulham í kvöld enda fjarlægðist Chelsea meistaratitilinn ansi mikið.

"Við spiluðum vel í kvöld og áttum skilið að sigra. Við hefðum líka getað tapað en þannig er boltinn. Við fengum fjölda færa. Frammistaðan og andinn var góður," sagði Ancelotti sem reyndi að vera jákvæður en hvað fannst honum um Fernando Torres?

"Hann er að læra inn á liðið og stóð sig mun betur núna en gegn Liverpool. Ég tók hann síðan af velli til þess að nýta kraftinn í Drogba. Þeir geta vel spilað saman en stundum þurfum við meiri breidd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×