Enski boltinn

Allardyce að taka við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Nordic Photos / Getty Images
Sam Allardyce segir að það sé nánast frágengið að hann muni taka við stöðu knattspyrnustjóra West Ham sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Avram Grant var rekinn aðeins nokkrum mínútum eftir að West Ham tapaði fyrir Wigan, 3-2, fyrr í þessu mánuði og féll þar með úr deildinni.

Dave Jones og Steve McClaren höfðu verið orðaðir við West Ham en svo virðist sem að Allardyce fái starfið.

„Það er búið að ganga frá öllum meginatriðum og ég hlakka til að hefja störf eftir að ég kem til baka úr fríi með fjölskyldu minni,“ sagði Allardyce við enska fjölmiðla.

„Það er alltaf erfitt að falla en ég vil koma West Ham aftur í ensku úrvalsdeildina eins fljótt og mögulegt er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×