Enski boltinn

Sinclair skaut Swansea upp í úrvalsdeild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sinclair fagnar einu marka sinna.
Sinclair fagnar einu marka sinna.
Scott Sinclair skoraði þrennu fyrir Swansea City í dag er liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með sigri á Reading á Wembley.

Tvö marka Sinclair komu úr vítum. Stephen Dobbie skoraði einnig fyrir liðið. Joe Allen og Matthew  Mills skoruðu mörk Reading.

Swansea virtist vera með unninn leik í hálfleik, 0-3. Enn syrti í álinn fyrir Reading í upphafi síðari hálfleiks er Jay Tabb var rekinn af velli.

Þrátt fyrir liðsmuninn kom Readng til baka og minnkaði muninn í 2-3 áður en Sinclair kláraði leikinn með marki úr víti á 79. mínútu.

Þetta er í fyrsta skipti sem lið frá Wales kemst í ensku úrvalsdeildina. Swansea var þó með lið í efstu deild fyrir 28 árum síðan.

Fjárhagi Swansea er einnig borgið næstu árin enda er þetta talinn vera verðmætasti leikur heims eða 90 milljón punda leikurinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×