Enski boltinn

Alex Ferguson furðar sig á því að enn séu til kynþáttafordómar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alex Ferguson
Alex Ferguson Mynd. / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, furðar sig á meintum kynþáttafordómum gagnvart leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

Luis Suárez, leikmaður Liverpool, er gefið það að sök að hafa hrópað ófögrum orðum að Patrice Evra, leikmanni Manchester United, í leik liðana á dögunum. Að sögn Evra á kynþáttaníð á að hafa komið við sögu í því tilfelli.

Stuttu síðar var John Terry, fyrirliði Chelsea, sakaður um að hafa ausið ófögrum orðum gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og þar er talið að um kynþáttfordóma sé að ræða.

„Það er enginn vafi í mínum huga Suárez  hafi sagt þessa hluti við Patrice Evra , en það er í höndum enska knattspyrnusambandsins að rannsaka málið og dæma í því“.

„Ég hafði samband við sambandið fyrir nokkrum dögum og málið er enn í vinnslu, en það sem kemur mér mest á óvart er að svona hlutir séu að gerast enn þann daginn í dag. Tvö tilvik á stuttum tíma er alvarlegt, það er árið 2011 og svona hlutir eiga ekki að koma upp“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×