Enski boltinn

Terry bíður eftir ákvörðun saksóknara - rannsókn lögreglu lokið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Luis Suarez eru báðir í vandræðum vegna ásakanna um kynþáttarnýð.
John Terry og Luis Suarez eru báðir í vandræðum vegna ásakanna um kynþáttarnýð. Mynd/Nordic Photos/Getty
Breska lögreglan hefur nú skilað inn skýrslu um rannsókn sína á meintu kynþáttarnýði John Terry, fyrirliða Chelsea og enska landsliðsins, gagnvart Anton Ferdinand, leikmanni Queens Park Rangers.

John Terry þarf nú að bíða eftir ákvörðun saksóknara um hvort að hann hafi nægileg sönnunargögn í höndunum til að heyja mál gegn leikmanninum. Saksóknari getur tekið eins langan tíma og hann þarf til að fara yfir umrædda skýrslu.

Atvikið varð á 85. mínútu í 1-0 tapi Chelsea á móti Queens Park Rangers 23. október síðastliðinn. Terry hefur neitað öllum ásökunum um að hafa látið ljót orð falla í rifildi sínu við Anton Ferdinand en myndaband sem birtist á netinu virðist sýna hann einmitt nota slík orð.

Terry og Ferdinand töluðu saman eftir leikinn þar sem fyrirliði Chelsea taldi sig hafa eytt öllum misskilningu og lokað þessu máli. Fréttir af kynþáttarnýði fyrirliðans gusu síðan upp í fjölmiðlum eftir leikinn og síðan hefur Terry staðið í nauðvörn á meðan málið fór alla leið inn á borð lögreglunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×