Enski boltinn

Birmingham og Blackpool féllu úr úrvalsdeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Blackpool voru niðurlútir í leikslok
Leikmenn Blackpool voru niðurlútir í leikslok Mynd/Ghetty Images
Blackpool og Birmingham féllu úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leik var að ljúka rétt í þessu. Fimm lið gátu fallið fyrir lokaumferðina en West Ham var þegar fallið.

Englandsmeistarar Man Utd sigruðu lærisveina Ian Holloway á Old Trafford með fjórum mörkum gegn tveimur. Blackpool sýndu mikla baráttu í leiknum og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Eftir að hafa lent undir um miðjan fyrri hálfleik náði Blackpool að komast yfir með tveimur fallegum mörkum. En líkt og í fyrri leik liðanna á Bloomfield Road hélst Blackpool ekki á forystunni. 4-2 tap staðreynd þar sem Michael Owen rak naglann í kistu Blackpool í líklega sínum síðasta leik fyrir Utd.

Roman Pavlyuchenko sá til þess að deildarbikarmeistarar Birmingham spila í Championship deildinni á næsta tímabili. Rússinn skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Tottenham sem lauk leik í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni þangað sem Birmingham höfðu þegar tryggt sig með deildarbikartitli sínum.

Útlitið var afar svart hjá Úlfunum sem tóku á móti Blackburn. Bæði lið voru að berjast fyrir lífi sínu en það var ekki að sjá í fyrri hálfleik. Blackburn var 3-0 yfir í leikhléi og útlitið svart fyrir lærisveina Mick McCarthy. Tvö mörk í síðari hálfleik og sigurmark Roman Pavlyuchenko gerðu það að verkum að Úlfarnir spila meðal þeirra bestu að ári líkt og Blackburn.

Að lokum vann Wigan 1-0 útisigur á Stoke og tryggði sér áframhaldandi veru í deildinni þar sem þeir hafa spilað síðan 2005.

Úrslit og markaskorarar úr öllum leikjum má sjá hér að neðan.

Úrslitin í lokaumferð enska boltans

Manchester Utd - Blackpool 4-2

1-0 Ji Sung Park (21.)

1-1 Charlie Adam (40.)

1-2 Gavin Taylor-Fletcher (47.)

2-2 Anderson (63.)

3-2 Ian Evatt sjálfsmark (74.)

4-2 Michael Owen (81.)

Aston Villa-Liverpool 1-0

1-0 Stewart Downing (33.)

Bolton-Man. City 0-2

0-1 Jolean Lescott (43.)

0-2 Edin Dzeko (62.)

Everton-Chelsea 1-0

1-0 Jermaine Beckford

Fulham-Arsenal 2-2

1-0 Steve Sidwell (26.)

1-1 Robin Van Persie (31.)

2-1 Bobby Zamora (57.)

2-2 Theo Walcott (89.)

Newcastle-WBA 3-3

1-0 Steven Taylor (16.)

2-0 Peter Lövenkrands (43.)

3-0 Jonas Olsson sjálfsmark (47.)

3-1 Soman Tchoyi (62.)

3-2 Soman Tchoyi (72.)

3-3 Soman Tchoyi (89.)

Stoke-Wigan 0-1

0-1 Hugo Rodalleica

Tottenham-Birmingham 2-1

1-0 Roman Pavlyuchenko (49.)

1-1 Craig Garnder (79.)

2-1 Roman Pavlyuchenko (90+.)

West Ham-Sunderland 0-3

0-1 boudewijn Zenden (17.)

0-2 Stephane Sessegnon (51.)

0-3 Cristian Riveros (94.)



Wolves-Blackburn 2-3

0-1 Jason Roberts (22.)

0-2 Brett Emerton (38.)

0-3 David Hoilett (45+)

1-3 Jamie O'Hara (73.)

2-3 Stephen Hunt (87.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×