Innlent

Jóel á leiðinni heim

Jóel Einarsson er á leiðinni heim.
Jóel Einarsson er á leiðinni heim.

Jóel Einarsson, litli drengurinn sem fæddist á Indlandi fyrir jól, er á leið heim til Íslands.

Foreldrar hans, Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth héldu ásamt honum, frá Indlandi í gærkvöld áleiðis til Þýskalands. Þar munu þau vera nú. Óvíst er hvenær þau koma hingað til lands.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst, hyggjast þau staldra við í Þýskalandi í nokkra daga, en það hefur ekki fengist staðfest. Fjölskyldan fékk brottfaraleyfi fyrir Jóel, eftir að íslensk stjórnvöld gáfu á fimmtudag, út vegabréf fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×